Vindur úr háloftaverkefni

Ekkert reiptog verður um háloftaveitingastað á Klambratúni.
Ekkert reiptog verður um háloftaveitingastað á Klambratúni. Styrmir Kári

Áform um að opna háloftaveitingastað á Klambratúni þar sem gestir eru hífðir upp í 45 metra hæð með krana er í bið.

Jóhannes Stefánsson veitingamaður, gjarnan kenndur við Múlakaffi, og Jón Axel Ólafsson útgefandi hjá Eddu voru meðal þeirra sem höfðu uppi áform um að opna veitingastaðinn. Fékk hugmyndin jákvæða umsögn hjá umhverfis- og skipulagssviði þegar leitað var þangað með erindi síðasta vetur.

Nú virðist vindur úr verkefninu. „Það er ekkert verið að vinna í þessu eins og er. Það var vel tekið í þessa hugmynd í borgarkerfinu og borgin sýndi þessu mikinn áhuga en svo þurftum við að kanna þetta betur og þetta hefur legið niðri. Kannski kemur þetta og kannski ekki,“ segir Jóhannes í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert