Aðgengi ekki gott

Seljalandsfoss var einn af þeim stöðum sem hópurinn kannaði.
Seljalandsfoss var einn af þeim stöðum sem hópurinn kannaði. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Það er mjög mikilvægt að farið verði að gera kröfu um að þjónusta við ferðamenn verði einnig aðgengileg fötluðu fólki.“

Þetta segir í nýrri skýrslu Átaks, félags fólks með þroskahömlun, sem kannaði aðgengi að nokkrum vinsælum ferðamannastöðum á Íslandi fyrir fatlaða ferðamenn.

Fenginn var hópur fatlaðs fólks með ýmiss konar fötlun til að kanna aðstæður og voru niðurstöður á þann veg að hvergi væri gert ráð fyrir fötluðu fólki að fullu við helstu ferðamannastaði landsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Meðal þess sem athugunin leiddi í ljós var að alls staðar var fólkinu neitað um táknmálstúlkun, gerðar voru athugasemdir við lýsingu á söfnum og aðgengi að ýmsum vinsælum stöðum og m.a. var gerð athugasemd við stíg við Gullfoss sem hjólastólar komast ekki um.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert