Endurreisa byggð við búnaðarskólann

Ólafsdalur var í alfaraleið þegar Vestfjarðavegur lá um Gilsfjörð. Bærinn …
Ólafsdalur var í alfaraleið þegar Vestfjarðavegur lá um Gilsfjörð. Bærinn virtist yfirgefinn þegar hópur af Suðurlandi kom þangað heim í ferð með Guðmundi Tyrfingssyni sumarið 1966. Helstu hús standa þó uppi, Mjólkurhúsið, Gamli skóli og Hjallurinn raða sér í hálfhring um skólahúsið. Nýta á hús í þjónustu við ferðafólk. Ljósmynd/Sævar Sigursteinsson

Til stendur að gera við og endurreisa á annan tug bygginga frá tímum búnaðarskólans í Ólafsdal í Dölum.

Frá því að Minjavernd eignaðist mannvirkin í Ólafsdal og hluta jarðarinnar með þeim skilyrðum að viðhalda skyldi húsunum og byggja upp hefur verið unnið að deiliskipulagi fyrir svæðið, að því er fram kemur í umfjöllun um endurreisn þessa í Morgunblaðinu í dag.

Ólafsdalur í Gilsfirði er meðal merkustu sögu-, menningar og minjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar var rekinn fyrsti bændaskóli landsins, stofnaður árið 1880, og risu margar byggingar þar á næstu árum og áratugum. Mest þeirra var skóla- og íbúðarhús sem byggt var árið 1896.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert