Kærðu læknamistök til lögreglu

Foreldrar Nóa Hrafns þau Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún …
Foreldrar Nóa Hrafns þau Karl Olgeir Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir.

Foreldrar Nóa Hrafns, sem fæddist andvana í ársbyrjun 2015, hafa kært málið til lögreglu og fara þau fram á miska- og skaðabætur frá ríkinu vegna læknamistaka sem þau segja að hafi átt sér stað. Lögmaður þeirra lagði fram kæruna fyrir hönd foreldranna. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld.

Frétt mbl.is: Afstýra hefði mátt andláti ungbarns

Í gær sögðu foreldrarnir, þau Sigríður Eyrún Friðriksdóttir og Karl Olgeir Olgeirsson, frá málinu í Kastljósi, en rannsókn síðar meir leiddi meðal annars í ljós að meðgangan var eðlileg. Þá skoðaði landlæknir málið eftir kvörtun foreldranna og komst að þeirri niðurstöðu að van­ræksla sér­fræðilækn­is og ljósmæðra hefðu verið ástæður and­láts barns­ins. 

Var þar m.a. rætt við for­eldra Nóa Hrafns, þau Sig­ríði Eyrúnu Friðriks­dótt­ur og Karl Ol­geir Ol­geirs­son. Segja þau meðgöng­una hafa verið eðli­lega og dreng­inn stór­an. Rann­sókn­ir eft­ir á hafi enn frem­ur leitt í ljós að hann var heil­brigður á meðgöngu­tím­an­um. Ýmis viðvör­un­ar­merki, eða rauð flögg, voru hunsuð og for­eldr­un­um sýnd ótil­hlýðileg fram­koma. Þau fengu ekki að hitta lækni þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir og var fæðing­in ekki skil­greind sem áhættu­fæðing þrátt fyr­ir að Sig­ríður væri geng­in tvær vik­ur fram yfir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert