Neysla leiði ekki til fangelsis

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á Alþingi skýrslu með tillögum um endurskoðun stefnu í vímuefnamálum.

Í meginatriðum eru þar lagðar fram 12 tillögur sem meðal annars snúa að afnámi fangelsisrefsinga fyrir vörslu á neysluskömmtum en sektum beitt þess í stað, auk þess sem lagt er til að smávægileg fíkniefnabrot fari ekki á sakaskrá, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þá víkur skýrslan að mannúðlegri aðstæðum í samfélaginu fyrir jaðarsetta hópa á borð við fíkla, meðal annars með uppsetningu neyslurýma fyrir þá sem sprauti sig með fíkniefnum og að þeir fái aukið aðgengi að hreinum sprautubúnaði. Eins að heilsugæsla verði gjaldfrjáls. Þá verði stofnuð fastanefnd sem verði samráðsvettvangur vegna vímuefnamála og heilbrigðisráðherra til ráðgjafar um stefnumótun í vímuefnamálum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert