Fara fyrr á eftirlaun

Leikskólakennarar mótmæltu ástandinu í leikskólunum við borgarstjóra.
Leikskólakennarar mótmæltu ástandinu í leikskólunum við borgarstjóra. mbl.is/Golli

Slæm fjárhagsstaða grunnskóla Reykjavíkur getur ýtt undir að þeir skólastjórar sem eigi rétt til eftirlauna samkvæmt 95 ára reglunni fari mun fyrr á þau en ella.

Kristinn Breiðfjörð Guðmundsson hætti sem skólastjóri Foldaskóla í Reykjavík um síðustu áramót þegar hann hafði heimild til að fara á eftirlaun. Hann segir að ástandið í fjármálum skólans og borgarinnar hafi hjálpað til við að taka þá ákvörðun.

„Ég hafði ekki á samviskunni að draga enn frekar saman í stuðningi og sérkennslu. Ég vildi ekki fara út í slíkt,“ segir Kristinn, sem er nú starfsmaður Skólastjórafélags Íslands. Í umfjöllun um vanda leikskólanna í Morgunblaðinu í dag segir hann, að töluverðar mannabreytingar hafi verið hjá skólastjórum í borginni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert