Forsetinn hreifst af opnunarhátíðinni

Íslenski hópurinn á opnunarhátíðinni.
Íslenski hópurinn á opnunarhátíðinni. Ljósmynd/Sverrir Gíslason

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að opnunarhátíð Ólympíumóts fatlaðra, hafi verið áhrifamikil með mikilli litadýrð, flugeldum og afar færu listafólki.

„Gaman var að fagna fyrst íslenska hópnum þegar hann gekk inn á völlinn og ég leyfði mér líka að veifa fána þegar frændur vorir Færeyingar mættu á sjónarsviðið,“ skrifaði Guðni á Facebook-síðu sína.

Þar sagðist hann hlakka til að fylgjast með íslensku keppendunum og birti jafnframt sjálfu af sér frá opnunarhátíðinni.

 Frétt mbl.is: Ný ólympíuveisla hafin á Maracana

Aaron Wheelz fór á hjólastól í gegnum töluna núll við …
Aaron Wheelz fór á hjólastól í gegnum töluna núll við upphaf athafnarinnar. AFP
Athöfnin í Ríó var glæsileg.
Athöfnin í Ríó var glæsileg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert