Rigning í kortunum á næstunni

Veðurspá næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir vestanátt, 5-13 metrum á sekúndu í nótt og útkomulitlu á landinu. Sunnanátt verður á morgun, 3-8 m/s og léttir allvíða til.

Annað kvöld gengur í suðaustan 8-15 m/s á Suður- og Vesturlandi með rigningu. Hiti verður á bilinu 7-13 stig yfir daginn.

Mánudagsveðrið felur í sér suðlæga átt, 5-13 m/s. Hvassast verður um landið austanvert. Víða verður rigning á köflum en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti á bilinu 6-11 stig.

Á þriðjudaginn verður sunnanátt, 5-10 m/s en norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum. Rigning og skúrir verða en bjartviðri á Norður- og Austurlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert