Tengd í land

HB Grandi á nýja togara í smíðum. Engey er einn …
HB Grandi á nýja togara í smíðum. Engey er einn þeirra.

Faxaflóahafnir hafa tekið vel í beiðni HB Granda um að útgerðarfélagið fái leyfi til að leggja og reka veitukerfi fyrir skip á athafnasvæði sínu á Norðurgarði.

Hafinn er undirbúningur að byggingu nýs hafnarbakka við Norðurgarð sem þjóna mun nýjum ísfisktogurum HB Granda.

HB Grandi vill auka verulega notkun á rafmagni og heitu vatni til að hita skipin og lýsa, þegar þau eru í höfn. Hafnarstjórn Faxaflóahafna féllst fyrir sitt leyti á að fyrirtækið eigi og reki veitukerfið á Norðurgarði, að hluta eða öllu leyti. Hafnarstjóra var falið að semja við HB Granda um verkefnið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert