Spá snörpum vindhviðum

Vindaspá kl. 8 í fyrramálið.
Vindaspá kl. 8 í fyrramálið. Kort/Veðurstofa Íslands

Búast má við snörpum vindhviðum undir Eyjafjöllum og í Öræfum í kvöld og nótt en norðvestantil á landinu á morgun. Þetta segir í athugasemdum veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Veðurstofa spáir norðaustan 8-15 m/s á morgun en 13-20 norðvestantil. Rigningu víða, hiti 4 til 12 stig, hlýjast sunnan heiða.

Á sunnudag:
Norðlæg átt 5-13 m/s, en 10-15 NV-til. Rigning með köflum, en úrkomulítið á V-landi. Hiti 3 til 11 stig, hlýjast S-til.

Á mánudag:
Norðvestlæg átt 10-15 m/s N- og NV-lands, rigning eða slydda fram eftir degi og hiti 2 til 6 stig. Annars hægari vindur, bjart með köflum og hiti 5 til 10 stig.

Á þriðjudag:
Norðlæg átt 8-15 m/s. Stöku skúrir eða slydduél fyrir norðan og dálítil rigning A-lands, annars þurrt. Hiti 3 til 11 stig, mildast með S-ströndinni.

Á miðvikudag:
Norðlæg átt og lítilsháttar rigning eða slydda N-til á landinu og hiti 1 til 5 stig, en léttskýjað sunnan heiða og 5 til 10 stiga hiti að deginum.

Á fimmtudag og föstudag:
Útlit fyrir norðanátt með rigningu eða slyddu, en þurru veðri S- og SV-lands. Hiti breytist lítið.

Hitaspá kl. 8 í fyrramálið.
Hitaspá kl. 8 í fyrramálið.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert