Japanstogarar hafa reynst vel

Ljósafell SU. „Þetta skip á heilmikið eftir,“ segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.
Ljósafell SU. „Þetta skip á heilmikið eftir,“ segir framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar. Ljósmynd/Jónína Guðrún Óskarsdóttir

Japanstogararnir svokölluðu komust í fréttirnar á dögunum þegar einn þeirra, Bjartur NK frá Neskaupstað, var afhentur nýjum eigendum í Íran. Bjartur, sem nú heitir Artur, er á leið í Persaflóa, þar sem hann mun stunda veiðar.

Japanstogararnir voru tíu talsins og voru smíðaðir fyrir útgerðir víða um land á áttunda áratug síðustu aldar. Aðdraganda þess að tíu skuttogarar voru smíðaðir fyrir Íslendinga í Japan má rekja allt aftur til ársins 1971. Á þeim tíma voru mörg fyrirtæki, sveitarsjóðir og kaupfélög á landsbyggðinni að huga að skipakaupum, enda svokallað skuttogaratímabil þá um það bil að hefja innreið sína.

Í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag segir, að Japanstogararnir hafi verið happafengur fyrir eigendur sína og íslensku þjóðina. Á þeim rúmlega 43 árum sem Bjartur NK var í eigu Síldarvinnslunnar hefði hann fiskað 142.730 tonn. Aflaverðmætið var talið nema 29 milljörðum miðað við núverandi fiskverð.

Múlaberg SI. „Þetta er gott skip, alveg ódrepandi,“ segir framkvæmdastjóri …
Múlaberg SI. „Þetta er gott skip, alveg ódrepandi,“ segir framkvæmdastjóri Ramma. Ljósmynd/Rammi
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert