Systkini takast á í kosningunum

Benedikt Jóhannesson, formaður og stofnandi Viðreisnar.
Benedikt Jóhannesson, formaður og stofnandi Viðreisnar. mbl.is/Golli

Systkini munu etja kappi í komandi þingkosningum. Um er að ræða Benedikt Jóhannesson, formann Viðreisnar, og Guðrúnu Zoëga verkfræðing. Benedikt skipar 1. sæti á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi en Guðrún er í 15. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður.

Guðrún er verkfræðingur og var áður borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá var hún formaður Kjararáðs frá stofnun þess 1. júlí 2006 til 28. febrúar 2011 og þar áður formaður Kjaranefndar, sem er forveri Kjararáðs, frá árinu 1993.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert