500 milljónir í jólatónleika

Jólatónleikahald hefur undið upp á sig.
Jólatónleikahald hefur undið upp á sig.

Gera má ráð fyrir að Íslendingar eyði um hálfum milljarði í miðakaup á jólatónleika í ár. Um 25 jólatónleikar hafa þegar verið auglýstir fyrir komandi aðventu.

Stærstir þeirra eru Jólatónleikar Baggalúts, Jólagestir Björgvins og Jól með Sissel. Um 28.000 manns munu sækja þá þrenna og má áætla að miðasala af þeim nemi um 250 milljónum króna.

Í umfjöllun um jólatónleikahaldið í Morgunblaðinu í dag segir Ísleifur Þórhallsson hjá Senu það hafa undið upp á sig undanfarin ár. Hann er samt ekki á því að sprengja sé í tónleikahaldi í ár; magnið sé svipað og í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert