Eftirlitið í sumar var stóraukið

Lögreglan við eftirlit.
Lögreglan við eftirlit. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Í fjáraukalögum ársins 2016 er gert ráð fyrir 76 milljóna króna framlagi til lögreglustjórans á Suðurlandi vegna aukins ferðamannstraums í samræmi við tillögur stjórnstöðvar ferðamála.

Markmiðið er að með aukinni löggæslu verði eftirlit á víðfeðmu svæði bætt, þar sem margir af fjölsóttustu ferðamannastöðum Íslands eru, eins og segir í greinargerð með frumvarpinu.

Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri segir að embætti sitt hafi fengið þessa fjárveitingu fyrr á árinu og í fjáraukalögunum sé verið að staðfesta útgjöld sem hafi verið samþykkt. „Þetta breytti gríðarlega miklu fyrir okkur,“ segir Kjartan í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert