Fólksbíll brann á Jökuldal

Bíllinn brann eftir að það kviknaði í vél hans.
Bíllinn brann eftir að það kviknaði í vél hans. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Fólksbíll brann á Jökuldal á Austurlandi í dag, en ung kona og tvö börn voru í bílnum þegar eldurinn kom upp. Samkvæmt lögreglu komst konan ásamt börnunum út þegar hún áttaði sig á hvað var að gerast og eru þau ómeidd.

Eldurinn kom upp úr vél bílsins og að sögn lögreglu brann hann til kaldra kola. Ekki varð af því að sprenging yrði, en veginum var lokað meðan slökkvilið kom á staðinn og slökkti í flakinu. Þá hafði bíllinn brunnið algjörlega. Segir lögreglumaður á vakt að engin hætta hafi verið fyrir konuna og börnin eftir að hún stoppaði bílinn og kom sér og börnunum út.

Atvikið varð við bæinn Hofteig í Jökuldal.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert