Frumvarp um lífeyrismál öryrkja í smíðum

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir. mbl.is/Styrmir Kári

Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að reyna að fá niðurstöðu varðandi lífeyrismál öryrkja. þetta sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Brást hún þar við fyrirspurn frá Katrínu Jakobsdóttir, formanni Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.

Ráðherrann sagði að settur hafi verið saman starfshópur með helstu hagsmunaaðilum til þess að vinna frumvarp en Öryrkjabandalagið hafi ekki tekið þátt í því starfi. Hins vegar hafi verið lögð áhersla á að halda fulltrúum öryrkjum engu að síður upplýstum um þá vinnu.

Katrín spurði hvort samkomulag væri við öryrkja í þessum efnum í ljósi ummæla sem ráðherrann hefði látið falla í ræðu sinni á eldhúsdegi í gær. Eygló sagðist vonast til þess að samkomulag í þeim efnum væri í augsýn. Frumvarp væri í smíðum í þessum efnum sem stefnt væri að færi í umsagnarferli á netinu á næstunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert