„Fyrirgefið, það mátti reyna“

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis.
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, gleymdi næstum liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á þingfundi í dag en áttaði sig á því þegar þingmenn kölluðu úr sal og bentu honum á mistökin. Áður höfðu farið fram langar umræður um fundarastjórn forseta.

Einar brást við með orðunum: „Fyrirgefið, það mátti reyna.“ Uppskar hann hlátur þingmanna. Bætti Einar við að hann hafi verið að reyna að taka af skarið en í umræðunni um fundarstjórn forseta hafði hann verið gagnrýndur fyrir að taka ekki af skarið varðandi þau mál sem til stæði að klára fyrir kosningar svo starfsáætlun þingsins héldi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert