Broddstafavandinn óleystur

Stafirnir hér fyrir ofan virkuðu ekki hjá öllum nemendum í …
Stafirnir hér fyrir ofan virkuðu ekki hjá öllum nemendum í ritunarþætti könnunarprófsins. Aðrir íslenskir stafir voru hins vegar í lagi.

Sá vandi sem upp kom við framkvæmd samræmdra könnunarprófa 7. bekkjar í síðustu viku, þegar hópur nemenda gat ekki notað broddstafi í ritunarhluta íslenskuprófsins, verður ekki leystur áður en 4. bekkur tekur prófin á morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook- og heimasíðu Menntamálastofnunar.

Í ljós kom að vandann má rekja til uppfærslu á svokölluðum veflás, sem kemur í veg fyrir að nemendur geti leitað á netinu á meðan á fyrirlögn stendur.

Frétt mbl.is: Broddstafirnir brugðust í íslenskuprófi

„Tillaga að lausn er komin frá erlendum samstarfsaðila Menntamálastofnunar, en stofnunin metur það svo að of skammur tími sé til stefnu til að prófa til fulls hvort nýja lausnin geti haft í för með sér önnur vandamál,“ segir í tilkynningunni.

Líkt og áður verður fullt tillit tekið til vandans í yfirferð prófsins og nemendur látnir njóta alls vafa.

Athuganir benda til að 3% nemenda í 7. bekk hafi ekki getað skrifað broddstafi í prófinu í síðustu viku en fjöldi nemenda sem þreytti prófið var í kringum 4.000. Vandinn virðist eingöngu til staðar hjá litlum hluta sem notast við borð- eða fartölvur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert