Brýnt að bæta vegakerfið

Auknir landflutningar valda miklu álagi á þjóðvegina.
Auknir landflutningar valda miklu álagi á þjóðvegina. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Áætlað er að stofnkostnaður við að færa vegakerfið að stöðlum og öllum settum framkvæmdamarkmiðum Vegagerðarinnar nemi nærri 400 milljörðum króna.

Samkvæmt þingsályktunartillögu um samgönguáætlun 2015-2026 er gert ráð fyrir um 100 milljörðum til framkvæmda, eða um fjórðungi af heildarþörfinni.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri að Vegagerðin hefði metið kostnaðinn við að koma vegakerfi Íslands í svipað horf og er í nágrannalöndum okkar. Þessi upphæð, 400 milljarðar, hefði verið niðurstaðan. Auk þess kostaði sitt að halda vegakerfinu við á meðan verið væri að endurbæta vegina. Hann segir það vera að koma þjóðinni í koll hve seint hefði verið byrjað á að byggja upp vegakerfið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert