Leyfi þarf fyrir drónum í Vatnajökulsþjóðgarði

Frá Vatnajökulsþjóðgarði. Hvannadalshnjúkur trónir fyrir miðri mynd.
Frá Vatnajökulsþjóðgarði. Hvannadalshnjúkur trónir fyrir miðri mynd. Sigurður Bogi Sævarsson

Þjóðgarðsverðir í Vatnajökulsþjóðgarði hafa beint þeim fyrirmælum til gesta þjóðgarðsins að þeir leiti leyfis hjá landvörðum hyggist þeir fljúga drónum innan marka þjóðgarðsins.

Fram kemur á heimasíðu þjóðgarðsins að þrjár ástæður séu að baki þessari ákvörðun: Vernd náttúru (dýralífs) í þjóðgarðinum, öryggi gesta og í þriðja lagi markmið þjóðgarðsins um gæðaupplifun gesta.

Stuðst er við 9. grein reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð, en þjóðgarðsverðir og landverðir geta veitt leyfi til notkunar dróna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert