Vildu meiri mat og neituðu að borga

Fólkinu þótti skammtarnir helst til litlir og vildi fá meiri …
Fólkinu þótti skammtarnir helst til litlir og vildi fá meiri mat á diskana sína. AFP

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð á veitingastað í Hafnarfirði um hálftíuleytið í gærkvöldi vegna átta erlendra ferðamanna, sem neituðu að borga reikninginn fyrir matinn og drykkina sem þeir voru búnir að neyta.

Eftir smá rekistefnu fengust ferðamennirnir loks til að borga reikninginn, en að því er segir í dagbók lögreglu, þá snérist ósættið reikninginn um skammtastærðina og vildu ferðamennirnir fá meira að borða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert