Bjartviðri sunnanlands

Norðan og norðvestanátt verður á landinu í dag, 8-13 metrar á sekúndu, öllu hvassara verður þó austast á landinu þar sem spáð er 13-18 metrum á sekúndu.

Bjartviðri verður á landinu sunnan- og suðvestanverðu, en annars  rigning eða slydda, einkum norðaustantil. Hiti verður á bilinu 2 til 12 stig að deginum, og verður hlýjast syðst. 

Búist er við hægri norðlægri átt á morgun, með smá skúrum eða slydduéli norðanlands en rigningu suðaustanlands. Léttskýjað verður hins vegar á suðvesturhluta landsins.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert