Frítekjumark lífeyrisþega í skoðun

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórnvöld hafa látið vinna útreikninga á frítekjumark vegna atvinnutekna lífeyrisþega og sú vinna hefur verið kynnt fyrir fjármálaráðherra. Þetta sagði Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, á Alþingi í dag.

Helgi Hjörvar, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, spurði ráðherrann um þessi mál og lagði áherslu á mikilvægi þess að draga úr skerðingum lífeyrisþega vegna atvinnutekna. Lífeyrisþegar gætu þannig aukið lífsgæði sín með atvinnutekjum án þess að það skerti lífeyri þeirra. Fagnaði hann því að stjórnvöld væru að skoða frítekjumark.

Eygló benti á að sá möguleiki væri hins vegar fyrir hendi núna, sem væri nýmæli, að lífeyrisþegar gætu tekið hálfan lífeyri án þess að það skerti lífeyristekjur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert