Braut áfram á mæðgunum í gæsluvarðhaldi

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa í ár­araðir brotið gegn …
Maðurinn er ákærður fyrir að hafa í ár­araðir brotið gegn mæðgun­um með ít­rekuðum kyn­ferðis­brot­um, lík­am­legu of­beldi og hót­un­um. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Hæstirétt­ur staðfesti í gær úr­sk­urð héraðsdóms um áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir karl­manni sem hef­ur ít­rekað brotið nálg­un­ar­bann og brott­vís­un af heim­ili stjúp­dætra sinna og móður þeirra, sem jafn­framt er eig­in­kona manns­ins.

Manninum hafði verið gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til dómur falli í máli hans, en þó ekki lengur en til 22. september. Sá úrskurður hefur nú verið framlengdur til 20. október.

Fjallað hefur verið ítarlega um mál mannsins í fjölmiðlum, en hann er ákærður fyrir að hafa í ár­araðir brotið gegn mæðgun­um með ít­rekuðum kyn­ferðis­brot­um, lík­am­legu of­beldi og hót­un­um. Hvorki nálg­un­ar­bann né gæslu­v­arðhald hef­ur stöðvað brot manns­ins gagn­vart eig­in­konu og stjúp­dætr­um, brot sem hóf­ust í mars 2016 og linnti ekki fyrr en í sum­ar er maðurinn var dæmdur í gæsluvarðhald.

Frétt mbl.is: Glíma við afleiðingar ofbeldisins

Maðurinn var ákærður 18. júlí fyr­ir fjöl­mörg brot gagn­vart eig­in­konu sinni og stjúp­dætr­um. Meðal ann­ars fyrir að hafa ít­rekað nauðgað, eða allt að nokkr­um sinn­um í viku, eig­in­konu sinni í sex ár, frá mars 2010 til mars 2016. Hótaði hann konu sinni með því að hann myndi stunda kyn­líf með dætr­um henn­ar eða henda þeim út af heim­il­inu, ef hún sinnti hon­um ekki kyn­ferðis­lega. Þá hefur maðurinn hótað stjúpdætrum sínum ítrekað lífláti, ofbeldi og nauðgunum,

Hann sæt­ir nú gæslu­v­arðhaldi, nálgunarbanni og brottvísun af heimili, en  brot­um sín­um hélt hann áfram eft­ir að hann hóf að sæta gæslu­v­arðhaldi.

Áður hefur manninum verið gert að víkja úr rétt­ar­sal á meðan þolend­ur of­beld­is­ins bera vitni gegn honum fyr­ir dómi, en dómari hefur staðfest að nær­vera hans við skýrslu­gjöf geti reynst konunni og dætrum hennar íþyng­ingjandi og haft áhrif á framb­urð þeirra. 

Frétt mbl.is: Áfram í haldi vegna ítrekaðra brota gegn mæðgum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert