Nota sveppi til ofskynjana

Trjónupeðlur eru gulleitar ásjónum.
Trjónupeðlur eru gulleitar ásjónum. mbl.is/Golli

Vart hefur orðið við fólk sem tínir sveppi á umferðareyjum á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu.

Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, doktor í sveppafræði við Náttúrufræðistofnun Íslands, segir að líkast til sækist fólkið eftir sveppnum trjónupeðlu, sökum áhrifa hans.

„Í sveppnum er efni sem svipar til ákveðins taugaboðefnis sem taugafrumur heilans nota til samskipta sín á milli. Ef einhver leggur sér þau til munns þá fara af stað ofskynjanir þegar heilinn reynir að túlka efnið.“

Guðríður segir það varasamt að tína sveppina í þessu umhverfi, þar sem í fyrsta lagi gætu aðrir óæskilegri sveppir fylgt með í tínslunni og í öðru lagi safni sveppir í sig ýmsum þungmálmum og eiturefnum við miklar umferðaræðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert