Kona sem flutt var með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann eftir bílslys rétt norðan við Borgarnes er á bráðamóttöku spítalans samkvæmt upplýsingum þaðan.
Konan, sem er íslensk og á sextugsaldri, var í sjúkrabíl þegar hann og jepplingur lentu í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi, 11 km norður af Borgarnesi, í hádeginu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð á vettvang og flutti konuna með sjúkraflugi til Reykjavíkur.
Harður árekstur á Vesturlandsvegi