Þrír stórir skjálftar í Kötlu

Katla
Katla mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Jarðskjálfti af stærð 3,1 varð klukkan 4:40 í nótt og annar af stærð 3,7 varð kl 04:41 í Kötlu-öskjunni. Stærri skjálftinn fannst í Þórsmörk og fylgdu honum nokkrir eftirskjálftar. Um 200 jarðskjálftar hafa mælst síðasta sólarhringinn í Kötlu.

Fyrr í nótt kl. 02:43 varð annar skjálfti af stærð 3,2 á svipuðum slóðum og svo einn sem var 3 að stærð kl 16:28 í gær. Þetta er hæsta daglega tíðni á skjálftum við Kötlu þetta árið og í raun síðan árið 2011.

Þrátt fyrir þessa skjálfta er ástandið enn óbreytt. Enginn gosórói hefur verið mældur og engin merki eru um jökulhlaup.

 Tilkynningar bárust frá Langadal um að stærri skjálftinn hafi fundist þar. Fyrr í nótt kl. 02:43 varð annar skjálfti af stærð 3,2 á svipuðum slóðum. Allir skjálftarnir eru grunnir. Stöðug skjálftavirkni var í alla nótt með aukinni virkni inn á milli, t.d. rétt eftir miðnætti og milli 04:30 og 05:00. Enn sem komið er hafa tæplega 200 skjálftar verið staðsettir síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert