Fjórar sýningar og 12 tíma vinnudagur

Erró er með ótalmörg verkefni undir.
Erró er með ótalmörg verkefni undir. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fjórar sýningar eru undir hjá listmálaranum Erró um þessar mundir. Tvær sýningar verða á Brüssel-svæðinu í Belgíu og önnur þeirra verður opnuð í dag. Hinar verða í Frakklandi að ári.

„Mér leiðist ef ég er ekki að vinna,“ segir Erró við blaðamann Morgunblaðsins, sem hitti listmanninn á vinnustofu hans í París nú í vikunni. Erró, sem vinnur tíu til tólf stundir á dag, er 84 ára að aldri. Hann er með mörg járn í eldinum og fyrir nokkrum dögum kom út bók sem er greinargott og litríkt yfirlit yfir verk hans sem unnin eru 2012 til 2015.

„Frakkar þekkja Ísland, en vilja vita meira. Leigubílstjórinn sem ég kom með í morgun vildi vita allt um Ísland,“ segir Erró í samtali í Morgunblaðinu í dag, en hann hefur sterkar taugar til Íslands, enda þótt hann hafi verið búsettur í París í áratugi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert