Höfuðstóll hækkar um 162 milljónir

Mistök Hagstofu Íslands gætu kostað eigendur nýrra lána, sem tekin voru frá maí á þessu ári, og allra lána til nóvember nk. um 162 milljóna króna hækkun á höfuðstól.

„Fljótlega athugað þá sýnist mér að verðtryggð lán sem tekin eru á þessu tímabili geti orðið um 60 milljarðar. Án villunnar hefði mánaðarbreyting neysluvísitölunnar nú í september verið 0,21% í stað 0,48%, svo að mismunurinn er 0,27%.

Þetta þýðir að höfuðstóll þessara lána hækkar um 162 milljónir,“ segir Yngvi Harðarson, framkvæmdastjóri Analytica í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert