Hvalurinn aflífaður í Borgarnesi

Hvalurinn er um sjö metra langur.
Hvalurinn er um sjö metra langur. Ljósmynd/Guðrún Vala Elísdóttir

Búið er að aflífa hrefnuna sem strandaði í Borgarvogi við Borgarnes í dag. Theodór Kr. Þórðarson, yfirlögregluþjónn í Borgarnesi, segir það hafa verið ákvörðun yfirdýralæknis að aflífa dýrið. Nú sé það hins vegar sveitarfélagið sem landeigandi sem verði að taka ákvörðun um hvernig förgun á dýrinu verði háttað.

Frétt mbl.is - Hvalur strandaði við Borgarnes

Theodór segir að um algenga tegund af dýri sé að ræða og var dýrið talsvert sært. „Það er líka þekkt að dýr leiti á grynningar til að drepast. Við höfum verið að taka seli en þetta er einnig þekkt með hvali, særð og gömul dýr leita upp á land til að drepast.“

Sveitarfélagið þarf nú að taka ákvörðun hvernig förgun á dýrinu verði háttað en enn stendur það í Borgarvogi við Borgarnes. Dýrið er um sjö metra langt og telur Theódór líklegt að dýrið verði dregið á haf út og því sökkt þar.

Guðrún Vala Elísdóttir er stödd í Borgarvogi og segir töluverðan fjölda af fólki vera á staðnum að fylgjast með dýrinu. „Hér er rosa gott veður og það er Sauðamessa í Borgarnesi sem er hausthátíð þannig að þetta er viðbót við hana.“

Hrefnan er strandaði í Borgarvogi við Borgarnes.
Hrefnan er strandaði í Borgarvogi við Borgarnes. mynd/Guðrún Vala Elísdóttir
Búið er að aflífa dýrið.
Búið er að aflífa dýrið. Ljósmynd/Theodór Kr. Þórðarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert