September var í meðallagi

Þreföld meðalúrkoma var á Akureyri í september.
Þreföld meðalúrkoma var á Akureyri í september. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Í heildina verður september að teljast nærri meðallagi síðari ára – helst að úrkoma hafi verið óvenjumikil sums staðar um landið norðan- og austanvert,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur, spurður um nýliðinn mánuð.

Þegar einn dagur lifði af september var staða hitans þannig: Meðalhiti í Reykjavík er 8,8 stig, 1,3 stigum ofan við meðallag 1961-1990, en -0,2 undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er meðalhitinn 8,0 stig, 1,6 stigum ofan meðallags 1961-1990, en -0,3 undir meðallagi síðustu tíu ára.

Úrkoma í Reykjavík var 59 millimetrar og er það rétt undir meðallagi áranna 1961-90, en um 60 prósent meðalúrkomu síðustu tíu ára. Á Akureyri hefur úrkoman mælst 114 mm og er það nærri þreföld meðalúrkoma áranna 1961-90. Sólskinsstundafjöldi er rétt ofan meðallags í Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert