Spá 40 metrum á sekúndu

Seljalandsfoss
Seljalandsfoss mbl.is/Brynjar Gauti

Búast má við hviðum allt að 40 m/s undir Eyjafjöllum annað kvöld, að því er fram kemur í athugasemd vakthafandi veðurfræðings Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Suðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum S- og V-lands, en annars hægari og úrkomulítið. Vaxandi suðaustanátt með rigningu á morgun, 10-18 síðdegis SV-til, en 15-23 annað kvöld. Annars hægari og úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 3 til 10 stig, en heldur hlýnandi á morgun.

Á mánudag:

Suðaustanhvassviðri eða -stormur SV-til og á miðhálendinu, en annars heldur hægari. Dregur heldur úr vindi síðdegis. Rigning S- og V-lands, en þurrt á N- og A-landi. Hiti 10 til 14 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á þriðjudag:
Sunnan og suðaustan 8-13 og skúrir, en bjart NA-til. Hiti 7 til 12 stig, hlýjast NA-til.

Á miðvikudag, fimmtudag, föstudag og laugardag:
Stíf suðaustanátt með talsverðri rigningu S-til, en úrkomuminna fyrir norðan. Áfram milt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert