Þyrlur verða keyptar

Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum við verkefni í Grænlandi. Auk landhelgisgæslu …
Þyrla Landhelgisgæslunnar að störfum við verkefni í Grænlandi. Auk landhelgisgæslu sinna þyrlur Gæslunnar hinum ýmsu verkefnum. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum búin að ákveða að kaupa þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna. Það er gert ráð fyrir svigrúmi til þess í fjármálaáætlun til næstu fimm ára sem Alþingi hefur samþykkt,“ segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra.

Gera þarf ráð fyrir fjármunum til þyrlukaupa í fjárlögum hvers árs. Gerir Ólöf ráð fyrir því að ráðist verði í kaupin á fjárlögum ársins 2018.

Ráðherra skipaði nefnd til að skoða hagkvæmustu leiðir til að halda uppi þyrlu- og björgunarflugi í íslenskri lögsögu, gera þarfagreiningu og koma með tillögur. Lagði nefndin til að keyptar yrðu þrjár þyrlur fyrir Landhelgisgæsluna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert