Tveir skjálftar frá hádegi

mynd/mbl.is

Mun minni jarðskjálftavirkni er við Kötlu í dag og hafa á þriðja tug skjálfta mælst þar frá miðnætti. Aðeins tveir skjálftar hafa mælst frá hádegi, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands.

Stærstu skjálftarnir í dag hafa verið 2,7 að stærð (kl. 03:04), 2,1 (kl. 01:12) og 2,0 (kl. 05:10). Enn eru engin merki um gosóróa. Þessi mikla virkni í gær virðist ekki hafa valdið auknu rennsli jarðhitavatns í ám í kringum Mýrdalsjökul. Litakóðinn fyrir Kötlu er enn gulur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert