„Upphaf nýrrar Framsóknaraldar“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins hélt yfirlitsræðu sína á flokksþingi …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins hélt yfirlitsræðu sína á flokksþingi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við mætum til kosninga sem sigurvegarar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni sem hann flutti á flokksþingi Framsóknarflokksins sem fram fer í Háskólabíói nú um helgina.

Sagði Sigmundur Framsókn hafa leitt þjóðina til framfara í gegnum 100 ára sögu flokksins og við blasi nú „upphaf nýrrar Framsóknaraldar." Þar sé að þakka ósérhlífni hugsjónamanna í Framsóknarflokknum um allt land sem byggja á rökhyggju og staðreyndum.

Kvaðst hann fyrir löngu hafa ákveðið að taka ekki þátt í stjórnmálum, þau væru oft ljótur leikur sem einkenndist oft á tíðum á tækifærismennsku, hann hafi þó alltaf verið Framsóknarmaður. Viðhorf hans hafi verið fljótt að breytast þegar flokksmenn boðuðu hann á fund og hann fékk að kynnast flokknum og framsóknarmönnum um allt land.

Stiklaði Sigmundur á stóru um sögu flokksins og ræddi þau mál sem flokkurinn vill setja á broddinn. Þar nefndi hann meðal annars bætt kjör eldriborgarar, flokkurinn muni standa með landbúnaði, vernda Reykjavíkurflugvöll og ráðast í endurskipulagningu fjármálakerfisins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert