Pissaði á hús og var mjög ógnandi

Wikipedia

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ofurölvi ferðamann í nótt í miðborginni. Maðurinn hafði kastað af sér vatni utandyra á hús, var mjög ógnandi í framkomu og neitaði að gefa upp nafn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu gat maðurinn, væntanlega ekki vegna ölvunar, gefið upp hvar hann gisti og fékk hann því gistingu í fangageymslu lögreglunnar. Þar verður honum haldið þangað til af honum rennur.

Lögreglan tók skráningarmerki af 12 bifreiðum í nótt en allar voru þær ótryggðar þar sem tryggingargjöld þeirra höfðu ekki verið greidd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka