Andlát: Katrín Pálsdóttir

Katrín Pálsdóttir.
Katrín Pálsdóttir. mbl.is/Brynjar Gauti

Katrín Pálsdóttir, fyrrverandi fréttamaður, lést sunnudaginn 9. október síðast liðinn, 67 ára að aldri. Hún lést eftir snarpa baráttu við krabbamein.

Katrín fæddist 14. júlí 1949 í Reykjavík, dóttir hjónanna Ragnhildar Árnadóttur og Páls Halldórssonar bifreiðarstjóra.

Katrín lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 1970 og íþróttakennaraprófi 1971. Hún lauk BA-prófi í félagsvísindum frá Háskóla Íslands 1976. Hún sótti námskeið í blaðamennsku í Bandaríkjunum árið 1987 hjá New York Times og fleiri miðlum. Hún lauk prófi í rekstrar- og viðskiptafræðum frá Háskóla Íslands árið 2000.

Katrín starfaði sem blaðamaður á Vísi frá 1976-1980. Hún var ritstjóri tískublaðsins Lífs frá 1980-1982 og fréttamaður hjá RÚV hljóðvarpi 1982-1987 og fréttamaður sjónvarps hjá RÚV frá 1987-2007. Auk þess starfaði hún sem dagskrárstjóri Rásar 2.

Katrín starfaði sem stundakennari við Háskóla Íslands, Háskólann við Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Hún starfaði að ýmsum verkefnum fyrir The New York Times, WCBS og WNBC í New York frá 1984. Hún var einn af stofnendum Félags fréttamanna og sat í stjórn félagsins til ársins 1986.

Síðustu ár starfaði Katrín hjá Sölufélagi garðyrkjumanna samhliða kennslu og var formaður menningarnefndar Seltjarnarnessbæjar.

Eftirlifandi maki Katrínar er Ágúst Ragnarsson framkvæmdastjóri, fæddur 1948. Þau eignuðust eitt barn, Ragnar Árna Ágústsson, sem fæddist árið 1989.

Útför Katrínar fer fram frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 21. október og hefst kl. 13.00.

Katrín Pálsdóttir.
Katrín Pálsdóttir.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert