Myndband á vegum nýrrar herferðar UN Women og HeForShe, „Ekki hata“, hefur vakið mikla athygli eftir að það fór í loftið í morgun. Í myndbandinu er meðal annars flutt ljóð sem unnið er úr sönnum, grófum og hatursfullum athugasemdum ungs fólks á netinu.
Atli Sigþórsson, einnig þekktur undir listamannsnafninu Kött Grá Pje, samdi ljóðið við myndbandið, sem sjá má neðar í fréttinni. Í samtali við mbl.is segist hann fyrst hafa lagst í nokkra rannsóknarvinnu á ýmsum samfélagsmiðlum.
„Það fyrsta sem ég og Sandra, samstarfskona mín, gerðum, var að hafa samband við stúlkurnar í Hagaskóla sem unnu Skrekk og fá þær til að spjalla við okkur um upplifun unglinga af netheimum,“ segir Atli.
Ítarleg umfjöllun mbl.is: „Hættu að vera áberandi, hættu að taka pláss“
„Ég held við höfum setið með þeim í einhvern tvo og hálfan klukkutíma, með gapandi munninn að hlusta á þær segja okkur frá því hvernig kaupin gengu fyrir sig á eyrinni núorðið.“
Í fyrstu byrjaði hann á að skoða athugasemdasvæði Youtube- og Instagram-vefjanna.
„Svo fór ég inn á app sem heitir Kiwi, þar sem krakkar eru með nokkurs konar aðgang þar sem hver sem er getur spurt þau hvað sem þeim sýnist. Þar vellur alveg óþverrinn.
Ég svosem vissi að það væri eitthvað svæsið að finna, rétt eins og hjá þrælfullorðnu fólki sem gerir athugasemdir við fréttir fjölmiðla. En það kom mér á óvart hversu ofboðslega kynbundið þetta ofbeldi er að miklu leyti.
Það er eins og það sé viðurkennd venja, þegar stelpur eða ungar konur eru annars vegar, að beina að þeim orðum á borð við mellur, hórur, nauðganir og þar fram eftir götunum,“ segir Atli.
„Að óska stelpum nauðgunar til dæmis, ég sá það oft, það var ekki eitthvað einstakt,“ bætir hann við og bendir á að í texta ljóðsins noti hann ummælin nákvæmlega eins og þau hafi komið fyrir, engu breytt.“
Þeirri orðræðu sem myndbandið sýnir er að sögn aðstandenda herferðarinnar ætlað að ögra og hreyfa við fólki.
Hugmyndavinna og framleiðsla myndbandsins var í höndum Tjarnargötunnar.
Texta ljóðsins eftir Kött Grá Pje má sjá hér að neðan. Er sérstaklega tekið fram að öll ummælin eru nú þegar á netinu og öllum aðgengileg.
þú ert fokking pirrandi-
/
/hvað er að þér?-
/
/ojj
/hvað er að þér?
/illagefin/pirrandi-/
/vonlausa drasl/
/ekki hlust’á þetta rugl/
//djöfull ertu vitlaus/
/glatað/finnst þú bæði ljót og heimsk/
/nei/ekki hlust’á þetta lið þeim líður illa/
/drasl/hvernig getur e-r elskað þig?-
/varnarlausa gerpi/ógeð-
/allavega heimsk eins og ljóska/
/nei nei nei/ert yndisleg manneskja/
/oj/hvað þú ert mikill aumingi/éttu skít/
trega-tussa//fkn-hóra/
/von’að þú fjölgir þér ekki/
/hættu/þeim líður eitthvað illa/
/mella/tussa/fokking fífl/
//ekki annað hægt- en hlæja að’essu/
/mátt rotna í helvíti fyrir mér/hóra/
/nei/þú ert yndisleg/hættið/
oj/fkn mella/tussa/
oj/ekki hlusta á þetta rugl/
munt fá lexíuna hóran þín/
djöfull ertu ógeðsleg//mellutussutík/
/oj/varnarlausa tík/
-gerir þetta þig að betri manneskju?/
/hata þig meir’en allt ógeðslega tík/
/yndisleg/ógeð/yndisleg manneskja/
/mátt far’og fokka þér/ fast upp í rassgatið/
/líður ykkur illa?/
/þroskaheft hlussa/
/hættu/ekki hlust’á’etta rugl/
/átt ekki skilið að eiga vini/
/komdu undir nafni/ógeð/
/yndisleg stelpa/frábær/
/æðislega góð/nei dreptu
/líður þér betur með sjálfan þig/
/hate/þig/besta mín/beljan þín/
/hættu/þa´r börnunum til bestu/
/ekki taka þetta ógeð-nærri þér/
/hengdu þig mellan þín/
/nei/ekki hlustá þessa fávita/
/hengdu þig þroskahefta fífl/
/djöfull ertu frábær/
/yndisleg stelpa/
/hengdu þig/mella//komd’undir nafni/
/vertu mell’á götunni//hættu/
hengdu þig/hættu/hættu/
/það þyrfti bar’að nauðga þér/ást til þín/
/líður ykkur betur með/
/hvað er eiginlega að?/
/nauðga þér/ást til þín/
/yndisleg/tussa/
/þau eiga eitthvað bágt/
/nei/nei/ekki hlusta/
/hata þig/
/stopp/
/oj/
/stopp/
/ég hata þig/
/stopp/