Andlát: Eggert Jónsson

Eggert Jónsson.
Eggert Jónsson. Aðsent

Eggert Jónsson fyrrverandi borgarhagfræðingur, lést í gær, 11. október, 75 ára að aldri.

Eggert fæddist 25. ágúst 1941 í Reykjavík, sonur hjónanna Leu Eggertsdóttur (1910-1994) og Jóns Gíslasonar (1909-1980), skólastjóra Verzlunarskólans.

Eggert lauk stúdentsprófi frá MR 1961 og B.Sc.-prófi í þjóðhagfræði frá Queen's University í Belfast 1965. Hann starfaði sem borgarhagfræðingur Reykjavíkurborgar frá 1972-1999. Hann var framkvæmdastjóri atvinnumálanefndar Reykjavíkurborgar frá 1979-1994 og hafði yfirumsjón með rekstri bílastæðasjóðs Reykjavíkurborgar á árunum 1993-1999. Eggert sinnti ýmsum ráðgjafarstörfum frá 1999, einkum á sviði sveitarstjórnarmála, m.a. fyrir Reykjavíkurborg, félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Eggert sat í ýmsum nefndum og starfshópum á starfsævi sinni. Seinni kona Eggerts var Sigurlaug Aðalsteinsdóttir, sem lést árið 2000. Börn þeirra eru Tómas Guðni og Eiríkur Áki og barnabörnin eru þrjú, Eggert Georg, Hrafn Abraham og Róbert Leó.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert