Hótelbygging í deiliskipulag

Svona mun Lækjargatan mögulega líta út þegar nýja hótelið hefur …
Svona mun Lækjargatan mögulega líta út þegar nýja hótelið hefur risið milli Vonarstrætis og Skólabrúar. Teikning/Gláma Kím

Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna Lækjargata 10, Vonarstræti 4-4b og Skólabrú 2. Lóðir þessar eru í Kvosinni í miðborg Reykjavíkur.

Auglýst skipulagstillaga gerir grein fyrir hámarksumfangi og notkun þeirra bygginga heimilt verður að reisa á lóðunum.  Tillagan er afrakstur náins samráðs lóðarhafa, skipulagssviðs og –ráðs Reykjavíkurborgar sem og Minjastofnunar Íslands.  Tillagan tekur fullt tillit til þeirra ítarlegu fornleifarannsókna sem lóðarhafi lét framkvæma árið 2015.  

Samkvæmt auglýstri deiliskipulagstillögu verður byggingarmagn ofanjarðar á lóðinni Læjargata 12 / Vonarstræti 4-4B, sameinuð lóð samtals 6.150m2, en þar af er húseignin Vonarstræti 4 um 815m2.

Dregið er úr byggingarmagni ofanjarðar um 518m2 og nýtingarhlutfall lækkar úr 3,25 í 2,98. 

Uppfært kl 15:47: Í upphaflegri frétt kom fram að byggingarmagn myndi aukast á reitnum. Það er aftur á móti að minnka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert