Mótmæltu brottvísunum barna

Samtökin No borders stóðu fyrir mótmælum fyrir utan Stjórnarráðið í dag þar sem mótmælt var brottvísun barna úr landi sem sem ekki hafa fengið alþjóðlega vernd. Fram kemur í tilkynningu frá samtökunum að undanfarið hafi borist margar fréttir af brottvísunum fjölskyldna sem lagt hafi á sig ferðalag til Íslands til þess að gera landið að heimili sínu.

„Meðal þeirra eru tvær fjölskyldur með börn, enn staddar hér á landi. Fadila og Saad eiga börnin Jónínu og Hanif; Eugene og Regina, tvo syni Daníel og Felix, auk þess sem þau eiga von á þriðja barninu innan skamms. Fjölskyldurnar hafa báðar verið búsettar hér í tvö ár og þrjú barnanna eru fædd hérlendis. Eugene og Regina, og Saad og Fadila, auk barna beggja para, bíða þess að mál þeirra verði tekin upp fyrir héraðsdómi en fá ekki að dvelja hér á meðan þau bíða,“ segir ennfremur. Er þessari málsmeðferð harðlega mótmælt.

Eru íslensk stjórnvöld sökuð um að hafa litið framhjá velferð barna við meðferð hælisumsókna. Aðstæður þeirra hafi ekki verið kannaðar sérstaklega og aðeins litið svo á að þau fylgdu foreldrum sínum. „Með þessu framferði hafa íslensk stjórnvöld brotið bæði löggiltan Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenska löggjöf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert