Samið um 100 rýma hjúkrunarheimili

Dagur B. Eggertsson og Kristján Þór Júlíusson handsala samkomulagið í …
Dagur B. Eggertsson og Kristján Þór Júlíusson handsala samkomulagið í dag. Ljósmynd/Velferðarráðuneytið

Samningur um byggingu hjúkrunarheimilis við Sléttuveg í Reykjavík var undirritaður af Kristjáni Þór Júlíussyni heilbrigðisráðherra og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra. Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist í byrjun næsta árs og að heimilið verði tilbúið snemma árs 2019. Heildarkostnaður við framkvæmdirnar er áætlaður rúmir 2,9 milljarðar króna.

„Borgin mun annast hönnun og verkframkvæmdir og skal við hönnunina fylgja viðmiðum velferðarráðuneytisins um skipulag hjúkrunarheimila þar sem áhersla er lögð á að aðstæður séu sem heimilislegastar en mæti engu að síður þörfum fólks með skerta getu og þörf fyrir hjúkrun, þjálfun og endurhæfingu,“ segir í fréttatilkynningu.

Skipting kostnaðar miðast við 40% framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra, 45% úr ríkissjóði og 15% frá Reykjavíkurborg. Miðið er við 100 hjúkrunarrými en gert er ráð fyrir sveigjanleika í hönnun þannig að fjöldi rýma gæti orðið á bilinu 95 – 105. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert