Götukafla við Laugaveg lokað tímabundið

Hætta vegna umferðar hefur aukist á staðnum og borginni borist …
Hætta vegna umferðar hefur aukist á staðnum og borginni borist tilkynningar um tilfelli þar sem legið hefur við slysum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Götukafla við Laugaveg 4-6 verður lokað tímabundið til 30. nóvember til að tryggja öryggi vegfarenda. Afnotaleyfi fyrir þessari lokun verður tilbúið fljótlega. Þetta kemur fram í tilkynningu frá borginni.

Þar segir að þrenging hafi verið á þessum stað og umferð bíla beint upp á gangstétt og yfir bílastæði norðanmegin í götunni. Fjöldi gangandi vegfarenda á svæðinu hefur reynst afar mikill og úttekt á staðnum bendir til að margfalt fleiri fari um þennan kafla fótgangandi en á bílum. Örðugt hefur verið fyrir fólk með barnavagna og í hjólastólum að fara þennan kafla með góðu móti. 

Hætta vegna umferðar hefur aukist á staðnum og borginni borist tilkynningar um tilfelli þar sem legið hefur við slysum. Þrenging er ekki lengur talin skynsamleg á þessum stað og hefur Reykjavíkurborg því ákveðið að loka þessum kafla tímabundið til að tryggja öryggi allra aðila.

Laugaveginum frá gatnamótum Bergstaðastrætis að Skólavörðustíg verður því lokað fyrir bílaumferð til 30. nóvember. Þessi kafli verður áfram opinn fyrir gangandi vegfarendur. Ágætar hjáleiðir verða til staðar og greiður aðgangur að bílahúsinu Traðarkoti gegnt Þjóðleikhúsinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert