2,5 sinnum hærri greiðslur

Mikill munur er á launagreiðslum til dómara í fótbolta.
Mikill munur er á launagreiðslum til dómara í fótbolta. mbl.is/Golli

Dómarar fá tæplega 2,5 sinnum meira fyrir að dæma leik í efstu deild karla í knattspyrnu en efstu deild kvenna á Íslandi. Dómarar fá sömu greiðslu fyrir leik í efstu deild kvenna og í 2. deild karla.

Greiðsla fyrir leik í efstu deild karla er 31.900 kr. en dómarar fá 13.150 fyrir dæmdan leik í efstu deild kvenna, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Í svari KSÍ við fyrirspurn blaðsins segir að KSÍ flokki leiki í fimm flokka eftir erfiðleikastigi skv. mati dómaranefndar KSÍ og er það í samræmi við flokkun á alþjóðavettvangi. Þá séu launin greidd í samræmi við kjarasamning KSÍ við Félag deildadómara (FD).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert