31 barni veittur ferðastyrkur Vildarbarna

31 barn fékk styrk úr Vildarbarnasjóði Icelandair í dag.
31 barn fékk styrk úr Vildarbarnasjóði Icelandair í dag. Ljósmynd/Icelandair

31 barni og fjölskyldur þeirra, samtals um 150 manns, fengu í dag afhentan ferðastyrk úr Vildarbarnasjóði Icelandair í dag. Markmið sjóðsins er að að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á að því er greint var frá í fréttatilkynningu frá Icelandair.

Alls hafa 550 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá því hann var stofnaður fyrir  13 árum og var úthlutunin í dag var sú 27. í röðinni. 

Starfsemi Vildarbarna Icelandair byggir á hugmyndum og starfi Peggy Helgason, eiginkonu Sigurðar Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Flugleiða og núverandi stjórnarformanns Icelandair Group.

Sjóðurinn er fjármagnaður m.a. með beinu fjárframlagi Icelandair, frjálsum framlögum félaga í Saga Club Icelandair og með söfnun myntar um borð í flugvélum Icelandair.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert