4,5 milljarðar í nýja Ölfusárbrú og færslu vegar

Nýja brúin verður norðan við byggðina á Selfossi og nokkur …
Nýja brúin verður norðan við byggðina á Selfossi og nokkur hundruð metrum ofar í ánni núverandi brú.

Samkvæmt nýsamþykktri samgönguáætlun Alþingis er gert ráð fyrir 4,5 milljörðum króna á næstu árum í nýja Ölfusárbrú og færslu Suðurlandsvegar norður fyrir Selfoss.

Á þessu ári og 2017-2018 fara 150 milljónir króna í undirbúning framkvæmda en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ekki búist við að framkvæmdir hefjist fyrr en eftir 2020, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Fyrst er ætlunin að ljúka breikkun Suðurlandsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss. Í þá framkvæmd var samþykkt að setja fimm milljarða króna á samgönguáætlun. Reiknað er með að 100 milljónir króna fari í undirbúning breikkunar á þessu ári, 500 milljónir króna á næsta ári og 1,2 milljarðar árið 2018, þegar eiginlegar framkvæmdir hefjast fyrir alvöru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert