Fituummælin byggð á misskilningi

Arna Ýr hefur dvalið í Las Vegas í tvær vikur …
Arna Ýr hefur dvalið í Las Vegas í tvær vikur þar sem hún hefur undirbúið sig fyrir keppnina Miss Grand International. Ljósmynd/Facebook síða Örnu Ýrar

Skila­boð frá eig­anda keppn­inn­ar Miss Grand In­ternati­onal til Örnu Ýr Jónsdóttur, sem var kjörin Ungfrú Ísland árið 2015, um að hún væri feit og þyrfti að léttast voru á misskilningi byggð og hafa þau sæst eftir að hafa rætt málin sín á milli. 

Frétt mbl.is: Segir Ungfrú Ísland of feita

Mikla athygli vakti þegar Arna Ýr greindi frá því að eigandi keppninnar hafi sagt henni að grenna sig fyrir lokakvöld keppninnar næstkomandi þriðjudag og greindi Vísir frá því að hún myndi hætta keppni ef ekki væri brugðið frá þeirri stefnu. Að sögn Örnu hefur nú komið í ljós að þetta hafi ekki verið meining eigandans.

„Þetta er ekki það sem eigandinn ætlaði að segja við mig. Hann kom miður sín til mín og sagði mér að ég væri ótrúlega flott og að þeim langaði að vinna með mér í framtíðinni,“ sagði Arna Ýr í samtali við mbl.is. 

Heldur sínu striki

Hún segir að misskilninginn megi rekja til þess að eigandinn hafi komið skilaboðunum áleiðis gegnum starfsfólk sitt sem tali lélega ensku og hafi mistúlkað þau. 

„Þetta var misskilningur. Þeim finnst ég vera flott og sögðu að ég eigi að halda áfram að vera sterk eins og ég er. Hann sagði að ég hefði allan pakkann,“ sagði Arna Ýr sem ætlar að halda sínu striki og stíga upp á svið á mánudaginn þegar undankeppnin fer fram. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert