Gerir íslenskri arfleifð sinni skil

Rachel Allen er þekktasti sjónvarpskokkur Íra og nýtur sömuleiðis mikilla …
Rachel Allen er þekktasti sjónvarpskokkur Íra og nýtur sömuleiðis mikilla vinsælda í Bretlandi.

Fyrir aðeins örfáum árum komust Íslendingar að því að frægasti sjónvarpskokkur Íra, Rachel Allen, er hálfíslensk en móðir hennar, Hallfríður Reichenfeld O'Neill, er íslensk. Nú vekur það athygli að nýjasta bók Allen heitir Recipes From My Mother, eða Uppskriftir frá mömmu, og þykir ein persónulegasta uppskriftabók hennar hingað til en Allen hefur gefið út fjölda matreiðslubóka hjá útgáfunni Harpers Collins í London, verið með fjölda sjónvarpsþátta á Good Food Channel og framleiðir eigin línu af borðbúnaði og ýmiss konar heimilistækjum.

Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins 23.október 2016.
Forsíða Sunnudagsblaðs Morgunblaðsins 23.október 2016.

Íslenskra áhrifa gætir nú talsvert í nýju bókinni þar sem í morgunverðarkaflanum er meðal annars uppskrift að skyri og í eftirréttarkaflanum er gefin uppskrift að íslenskum pönnukökum sem og kleinuuppskrift frá móðurömmu hennar. Móðir Rachel Allen fluttist frá Íslandi til að fara í nám í listaháskóla í London og eignaðist írskan mann og settist að á Írlandi þar sem Rachel Allen ólst svo upp. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert