Meinuðu flugvallarstarfsmanni að komast til vinnu

Mikil leynd hefur hvílt yfir tökum TrueNorth á Djúpavík.
Mikil leynd hefur hvílt yfir tökum TrueNorth á Djúpavík. mbl.is/Jón G. Guðjónsson

Mikið hefur verið um myndatökur í Djúpavík á vegum Truenorth og dálítið myndað á og við Gjögurflugvöll, og þá aðallega fyrir neðan flugbrautina í svonefndri Akurvík.  Mikil leynd hefur hvílt yfir tökunum og hafa myndatökur af verkefninu verið bannaðar.

Á þriðjudaginn í síðustu viku var  flugfélagði Ernir með áætlunarflug  á Gjögur, en þegar starfsmaður flugvallarins var að mæta til vinnu á flugvöllinn var búið að loka vegafleggjaranum og fyrir utan stóðu verðir sem stöðvuðu alla umferð að flugvellinum,  þar sem verið var að taka upp atriði fyrir norðaustanvert við völlinn. Flugvallarverðinum var þó að lokum hleypt inn á veginn og sömu sögu var að segja um póstinn, sem kom akandi að með póst sem átti að fara með flugvélinni.

Oft hafa verið miklar tafir á umferð við Djúpavík út af myndatökunum, á bílum sem voru að koma eða fara úr hreppnum.

Nokkuð hefur verið um umferðatafir við Djúpavík út af myndatökunum.
Nokkuð hefur verið um umferðatafir við Djúpavík út af myndatökunum. mbl.is/Jón G. Guðjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert