Samdráttur í sölu á lambakjöti

Kjúklingur og svín halda áfram að auka sinn hlut í …
Kjúklingur og svín halda áfram að auka sinn hlut í kjötneyslunni.

Sala á kindakjöti dróst saman í september um tæpt 21% frá sama mánuði á síðasta ári.

Skýringin er sögð sú að salan var óeðlilega mikil í samanburðarmánuðinum í fyrra vegna þess að tveir framleiðendur voru þá að selja meira kjöt af eldri birgðum.

Heildarsala á kjöti af innlendri framleiðslu hefur aukist um tæp 7% á tólf mánaða tímabili miðað við sömu mánuði ári fyrr, samkvæmt upplýsingum búnaðarstofu Matvælastofnunar. Mest hefur aukningin verið í nautgripakjöti, 26%. Þá er aukning í alifuglakjöti, tæp 12%, og svínakjöti 4,5%. Sala á kindakjöti hefur minnkað á milli ára um tæp 5%.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert